Friday, February 10, 2006

Conan er veggfóðrari

Vegna fjölda áskorana hef ég ákveðið að gera gott dagsblogg hér úr vinnutíma mínum
en það byrjar klukkan 11 til sautjánhundruð

11:00 - 11:20 flokka rækjur
11:20 - 11:30 vinna rækjur
11:30 - 12:12 éta rækjur
12:12 - 12:17 keyrði nokkur bretti á lyftaranum
12:17 - 12:20 Beið eftir að Jóhannes færði lyftarann sinn frá
12:20 - 12:28 taka gæðasýni úr rækjunum
12:28 - 12:30 símtal við samstarfsmann um gæðasýni
12:30 - 12:36 aftur á lyftarann
(þarf vart að taka það fram að allan tímann voru útvarpshedfónarnir á hausnum stilltir á diskinn með The Boys)
já hvar vorum við
12:36 - 12:46 flokka rækjur
12:46 - 12:48 bíða eftir færibandinu ( það hökti soldið )
12:48 - 12:59 vinna rækjur
13:04 - 13:10 aftur á lyftarann með brettinn (ath ekki verður gefin upp tíminn frá 12:59 - 13:04 vegna öryggisástæðna)
13:10 - 13:20 taka gæðasýni
13:20 - 13:27 fór á lyftaranum yfir í suðurhús
13:27 - 13:49 flokka rækjur
13:50 - 14:22 vinna rækjur
14:23 - 14:27 Fór og spjallaði við Gumma í frystingunni
14:30 - 14:33 Sússí hringdi til að spurja um kjötbollu uppskriftina spjallaði smá við hana en hafði ekki tíma því ég þurfti að halda áfram vinnunni
14:38 - 14:43 aftur á lyftaranum yfir í norðurhús (nei ég tjái mig ekkert um 14:33 - 14:38)
14:43 - 14:49 taka gæðasýni
14:49 - 14:52 lyftarinn
14:52 - 14:56 gæðasýni
14:56 - 15:01 lyftarinn
15:01 - 15:05 spjallaði við Gústaf í suðunni
15:05 - 15:20 lyftarinn
15:24 - 16:05 gæðasýni
16:06 - 16:15 lyftarinn
16:20 - 16:44 flokka
16:45 - 17:00 vinna rækjur

9 Comments:

Blogger BB said...

æoqwhugfqerf

Sunday, February 12, 2006 3:52:00 AM  
Blogger BB said...

NÚ! Kommentakerfið er bara komið í lag allt í einu - frábært!
Þá get ég loksins tjáð þér hvað skrif þín eru að bjarga lífi mínu. Þetta er bara besta blogg í heimi og ekkert flóknara en það.
Ég er samt ekkert hissa á því að bónusinn í rækjuvinnslum landsins hækki lítið þegar starfsfólkið er allt frá Ekvador eins og þú bentir réttilega á þarna í færslunni... Hættu svo að vera svona neikvæð á mínu bloggi - þá fer ég bara í dramakast - og þú veist hvað gerist ef svona veikt fólk fer í dramaköst!!!!

Sunday, February 12, 2006 3:55:00 AM  
Blogger BB said...

"Ó, malbik, ég tilbið þiiiiig og nælonsokka - wraaau, wraaaaauh.
Og landslagið, eins og bíómynd, fer framhjá... það er langt í land..."

Sunday, February 12, 2006 3:57:00 AM  
Blogger BB said...

Pældu í því ef ég væri sá eini sem kommentaði á þessa færslu!

Sunday, February 12, 2006 3:57:00 AM  
Blogger BB said...

Það yrði nú fyndið, ha ha ha

Sunday, February 12, 2006 3:58:00 AM  
Anonymous Anonymous said...

ég veit ekki hvers vegna, en ein persónan frá lestri mínum á Lukku-Láka bókunum í gamla daga skaust skyndilega upp í kollinn við lestur á degi úr lífi þínu í rækjuvinnslunni...

Ó-rækja

Sunday, February 12, 2006 10:40:00 PM  
Anonymous Anonymous said...

mikið var ég ánægður að sjá að commenti mínu hafði verið bjargað eftir að ég póstaði því!

Sunday, February 12, 2006 10:42:00 PM  
Anonymous Anonymous said...

Haaaa? Var Conan að veggfóðra fíl á golfvellinum á Faskrúðsfirði á meðan sullaveikur sæotur keytpi Kúlusúkk í Skalla eða var Afi þinn harðfiskur í vélsmiðjunni hjá Sambíóunum sem keypti þrjá lítra af smurolíu í fríhöfninni í Nepal þar sem lúðan er einmitt í miklum metum á meðal serbanna.

Monday, February 13, 2006 5:45:00 PM  
Blogger BB said...

Neeeeei, bíddu við? Var þessi Niedelmayer ekki barn handrukkarans sem gat ekki sagt "R" og ákvað því að opna verslun með notuð raftæki í Mógadísjú?
Eða slátrarinn frá Budjeovice sem lánaði kettinum sínum smjörsýru til að byggja úr henni hraðbát? Ekki var uppþvottalögurinn til afreka á því heimili - enda hafa fiðluleikarar aldrei geta verið til sjós, ekki frekar en freknótti járnsmiðurinn sem fór með píanóið sitt í fallhlífastökk og öskraði alltaf "Hver í andskotanum rekur þessa drullusjoppu eiginlega" þegar hann var kominn á þriðja glas af stollí á lókalpöbbnum á sunnanverðum Svalbarða.
Fjarstýrðir bílar hafa aldrei vafist fyrir mér - þú bara ýtir á gula takkann og bíngó, svarthvíta hetjan mín er harmónikkuleikari með útdauða dódófugla í drifskaftinu á gamla massanum í sveitinni sem kann ekki að stama en segir þessheldur ó-mæ-músagildra og kveðjan frá öllum nema nanna,nanna,na,na... Súperhetju-adhesjífið, ritgerðir, aaaaaaamaaaaaaaazón - fílíngur.
Teiprúllan og skeinipappírinn strúka læri dádýrsins sem mér var lofað í afmælisgjöf á undan flugdrekanum allra barna, allra handa, allra bestir flugfélag og mamma, mamma, mamma - mammútur og sveppasýkingar í ælutjöldum kapítalismans, útrýmingarbúðir flæða yfir gluggasyllur ástarinnar en sá stóri með ugg í hjarta og svæfir litlu blómin sem leika sér - þeim er tamt að sitja ein að flóðum sem hestar vilja tjá þeim, verulega skilvirkir, vélvirkir ofvirkir fjallatindar segja mér að þú sért ekki meiri hössssler en stjááááni stuð á miðvikudegi drauma þinna, berniesósu, úr tré af tré - inn í dans borðstólanna fallegu í azerbadjan, langar fjaðrir berjast á banaspjótum yfirgefnar sálar og trabantinn er afbrýðisamur út í vartbúrginn vegna ógreiddra stöðumæalasekta... utanborðsmótor stefnumótamörkunarfimleika.

Monday, February 13, 2006 8:49:00 PM  

Post a Comment

<< Home