Sunday, September 17, 2006

Þetta er væmið blogg

Það er allt svo ferskt í dag
allt svo yndislegt
ég anda að mér ilminum af nýlöguðum rjómalöguðum rósarmarineruðum trésköftum.
Mér líður eins og ég sé með tvöfalda axlapúða og ég valhoppa inn í stofu, undir ljósakrónuna sem segir mér að tvö höfuð í poka muni rísa upp í þæfðum lopa
Og allt er svo létt.... Létt að hoppa, létt að ráa, létt að sláa, létt að síma, létt að ríma, létt að grúska, létt að vaffa, létt að effa, létt að trönuberja, létt að vefja köflóttu teppi utan um sig og segja: Þetta er fallegur dagur!! , létt að teygja sig í salernisrúllur..... aahhhhhhhhhhh
og krossgátan spyr ekki um staðsetningarprufu, hvað þá úrinprufu..
Og heimurinn er bara áhorfandi, en horfir þó ekki á...
Ég flýg um á appelsínugulum gleraugum með styrkleika 13 og blá hetta læðist á hausinn,
Ó hvers hefði ég átt að gjalda í gær
En lokaniðurstaðan er að allt er nákvæmlega eins og það á að vera
Sóleyjar á túni, gras í laufi, stigar í handriði
og gulu sumarfuglarnir opna hjarta þitt
Ég staldra við og hugsa
Guð þakka þér fyrir glatkistuna
án hennar væri ekkert

0 Comments:

Post a Comment

<< Home